Vatnsdeigsbollur - Bolludagur


Bollur : 

Vatnsdeigsbollur (ca 10 stk, hægt að tvöfalda hana)
80 gr smjör
2 dl vatn
3 egg
2 dl hveiti
salt á hnífsoddi

Magn eftir smekk af:
Nutella
karmellukurl 
Rjóma
Jarðaberjum
Bönunum


Aðferð: Hitið ofnin í 180 gráður
1.Byrjið á að setja smjör og vatn í pott og látið sjóða í 1-2 min.
2.Potturinn tekinn af hellunni og hveitinu og saltinu bætt útí og hrært með sleif þangað til það kemur falleg áferð á deigið.
3.Degið er látið kólna í smá stund, eða þangað til það er hægt að snerta degið og það er hætt að rjúka úr því.
4. Degið sett í hrærivél og einu eggi í einu bætt við blönduna.
5.Þar næst er  degið sett á  bökunarplötu með skeið eða sprautu og inn í ofn í um 20 mínútur eða þar til það er kominn fínn litur á þær.  Alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur því annars er hætta á því að bollurnar falli.


Rjóminn þeyttur og ávöxtunum blandað saman við með sleif, skellt á bollurnar og nutella á toppinn.












   







Njótið vel.. :)


Facebook síðan min: www.facebook.com/gigjas

Ummæli