Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Mexico Brauðréttur

Æðislegur mexico brauðréttur, hann er stór svo gott að setja hann í mjög stórt eldfast form eða tvö minni.


Innihald:
ca 15-17 sneiðar fransbrauð 1 rauð paprika 1 græn paprika 1 bakki sveppir 500 ml matreiðslurjómi 2 mexico ostar 1 krukka sólþurkaðir tómatar hálfur púrrulaukur 1 bréf pepperóní rifinn ostur 2 msk smjör salt og pipar
Ofninn hitaður í 200 gráður.
Aðferð: Skorpurnar eru skornar af brauðinu og brauðið er skorið í litla teninga og sett í smurt eldfast form.
Paprikan og sveppirnir eru steiktir upp úr 2 msk af smjöri, salti og pipar

Í pott fer matreiðslurjóminn og mexico osturinn og látið sjóða við vægann hita þar til osturinn hefur nánast bráðnað. Þá fara smátt skornir tómatarnir ofan í ásamt örlitlu af safanum, eins og 2 msk.
Púrrulaukurinn er skorinn smátt ásamt pepperóníinu og þessu er öllu blandað saman í  eldfasta mótið eins og einn poki af rifnum osti stráð yfir.

Rétturinn fer inn í ofn um 25 mínútur eða þangað til það er komin fínn litur á ostinn.
Njótið vel :)

Nýjustu færslur

Vatnsdeigsbollur - Karamellubollur

Kjúklingasalat með grískri jógúrtdressingu

Jólasnittur

Dúnmjúkar súkkulaðibita og M&M smákökur

Rjómaostakúla með pistasíum og Jóla Brie með döðlum og pekanhnetum

Heit Snickers Eplakaka

Lakkrístoppar með piparfylltu lakkrískurli og hvítu súkkulaði