Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Dúnmjúkar súkkulaðibita og M&M smákökur

M&M kökur

Þessi uppskrift er æðislega góð, kökurnar eru dúnamjúkar og bráðna uppí manni.
Innihald:
Þetta er stór uppskrift og gerir um 50-60 kökur. Auðvelt að gera uppskriftina helmingi minni ef þið eruð hógvær.
300 gr smjör við stofuhita 2 bollar púðusykur 1/2 bolli sykur 2 tsk vanilludropar 2 egg 4 bollar hveiti 2 pakki vanillu royal búðings duft 2 tsk matarsódi 1 tsk salt 150 gr súkkulaðidropar 150 gr hvítir súkkulaðidropar 300 gr M&M
Aðferð:
Ofninn er hitaður í 180 gráður
1/4 afM&M tekinn til hliðar til að nota ofan á kökurnar, ég tók grænu og rauðu frá því þær eru jólalegastar.
Hrærið saman í hrærivélinni smjör, púðusykur, sykur í um 2 mínútur og bætið svo eggjunum og vanilludropunum út í og hrærið. Í Aðra skál blandið saman hveiti, vanillubúðings dufti, matarsóta og salti og bætið því svo út í hrærivélina. (best að nota hnoðarann á hrærivélinni en ekki þeytarann). Í lokinn er súkkulaðidropunum og M&M bætt við og hnoðað með höndunum þar til allur mulningur hefur blandast saman í degið…

Nýjustu færslur

Rjómaostakúla með pistasíum og Jóla Brie með döðlum og pekanhnetum

Heit Snickers Eplakaka

Lakkrístoppar með piparfylltu lakkrískurli og hvítu súkkulaði

Mexikóskt kjúklinga lasagna

Smákökur með hnetusmjöri og Rolo súkkulaði

Hollari pönnukökur

Tagliatelle með beikoni og sveppum

Toblerone Djöflaterta

Brúðarterta

Rjómalöguð brokkolí og ostasúpa