Ég gerði mjög góða blómkálspízzu í kvöld.. Botninn er aðal málið, en það er ekkert brauð í þessari pizzu.

Hitið ofninn á blæstri við 180 gráður.
Botn:
3/4 af blómkálshaus
3 stk egg
2 lúkur rifinn ostur
smá salt
Aðferð:
Saxið blómkálið smátt og hrærið eggin og ostinn samanvið. Ég setti þetta allt í matvinnsluvél.. það ætti líka að vera hægt að blanda þessu í blender eða í höndunum.
blandan er síðan mótuð á bökunarpappír í skúffu og sett i ofninn í 10 mínutur. Eftir 10 mínutur er botninn tekinn út og það hráefni sem ykkur finnst gott sett á.
Á pizzuna mina setti ég pizza/tómatsósu, smá ost, sveppi og camenbert. Pizzan sett aftur inní ofn í 12-15 mínutur. Ég setti parmaskinku í ofninn sem var auðvitað fail hjá mér en best er að setja hana á eftir að pizzan kemur úr ofninum og borða með klettasalati :) Annars er þessi pizza líklega góð með flest öllu áleggi.

Já sæll!!! Þetta er eitthvað sem ég VERÐ að prófa. :)
SvaraEyðaÞarf ekki að sjóða blómkálið neitt áður en hin hráefnin blandast við?
SvaraEyða