Djöflaterta með Súkkulaði&Bananakremi

Þessi kaka er HIMNESK..  algjör sælkera súkkulaðikaka

Það sem þarf í kökuna er:

  • 250 ml sjóðandi vatn
  • 5 msk kakó
  • 2 og halfur dl púðusykur
  • 130 g smjör við stofuhita
  • 2 dl sykur
  • 2 stór egg
  • 4 dl hveiti
  • ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • 2-3 tappar vanilludropar 
Stillið ofnin á undir og yfir hita á 180
Aðferð: 

1.Vatnið er látið sjóða í potti, tekið af og púðusykri og kakói hrært við
2. Sykur og smjör hrært vel þangað til það verður smá fluffy í hrærivélinni 
3. Eggin sett útí eitt í einu og hveiti, lyftiduft, matarsóti og vanilludropar þar á eftir
4. Vatninu með púðursykrinum og kakóinu blandað við og hrært í hrærivélinni þangað til allt er vel blandað.
5.Sett í ofn í 30 min eða þangað til kakan er bökuð í gegn

Krem:

50 gr suðursukkulaði

50 gr smjör

2 tappar vanilludropar

3 dl af flórsykri

1 og hálfur banani

2-3 msk kakó

Aðferð:

1.Súkkulaði og smjör brætt saman í potti við vægan hita
2. Blandan sett í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnum

Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá gæti kannski verið hægt að gera þetta í höndunum eða í hrærivél en þá þarf að stappa bananana mjög vel áður. 





Ég setti kökuna í kæli í smá tíma áður en hún var borðuð og hún var vægast sagt geðveik..

Kökuna skreytti ég með Hönnunarmarslakkrís sem ég skar niður.. passar mjög vel með kökunni en annas má auðvitað skreyta hana með hverju sem er og borða með rjóma mm mm..



                                                               Verði ykkur að góðu ;)


Endilega like-ið síðuna mína á Facebook til að sjá það nýjasta hverju sinni:    https://www.facebook.com/gigjas

Ummæli