Lúxus Kjúllaréttur með beikoni og fetaosti

Þessi réttur er algjört nammi og er kannski ekki alveg hollasti kjúklingarétturinn en það má nú alltaf leyfa sér um helgar..

Ég elda fyrir 2 þannig uppskriftin er ekki stór og auðvitað setur hver bara magn eftir smekk, en samsetningin af þessum hráefnum er bara unaður.



Uppskrift fyrir 2:

2 kjúklingabringur
lítill pakki beikon
döðlur eftir smekk, ég notaði 1 lúku
hálf dós fetaostur
rifinn ostur

Meðlæti: td sætar kartöflur og/eða salat.


Aðferð: Hitið ofninn í 180 á blæstri



Ég grillaði kjuklinginn í mínútugrilli en það er auðvitað hægt að steikja hann líka


Beikonið léttsteikt og pannan tekin af hellunni 


Fetaostur og döðlur settar útí.. Ég skola skærin og klippi beikonið og döðlurnar það er minna tímafrekt heldur en að skera allt í bita


Kjúklingurinn settur í eldfast mót og gummsinu stráð yfir


Ostur yfir og inní ofn í 10-15 mín :) 


Volla..




JohnTravolta var mjög sáttur með þetta... 
Njótið :) 


Endilega like-ið síðuna mína á Facebook til að sjá það nýjasta hverju sinni:    https://www.facebook.com/gigjas










Ummæli

  1. Travolta flottur :) girnilegur réttur, fæ að smakka við tækifæri

    SvaraEyða
  2. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli