Pestó kjúklingur með döðlum og fetaosti

Þetta er einn uppáhalds rétturinn minn og ég geri hann allavega einu sinni í viku. Mjög fljótlegur og alltof góður.. Flestum er þessi réttur líklega kunnugur en fyrir þá sem ekki hafa prófað þá er uppskriftin hér:

Fyrir 2:

2 kjúklingabringur
lítil dós rautt pestó
döðlur að vild (ég vil hafa frekar mikið af þeim, það gerir réttinn betri;))
Hálf krukka fetaostur
ostur til að strá yfir (ekki möst, en betra)

Kjúklingurinn skorin í litla bita, pestóinu, fetaost og döðlum plandað vel við. Sett í ofninn við 180 gráður í 30  mínútur eða þangað til kjúklingurinn er eldaður í gegn.



Algjört must að prófa .. x 


Endilega like-ið síðuna mína á facebook ef þið viljið sjá hvað er nýtt hverju sinni. www.facebook.com/gigjas




Ummæli