Hnetusmjörs og Pretzel konfekt

3/4 dós hnetusmjör
3 bollar pretzel
100 gr brætt smjör
1 bolli flórsykur
50 gr möndlur (þarf ekki)
200 gr súkkulaði (ég notaði dökkt, en það er örugglega mjög gott að nota ljóst líka)



Hnetusmjör, pretzel, smjör, flórsykur og möndlur sett í matvinnsluvélina, ég malaði þetta ekki mjög fínt - betra að hafa smá pretzel bita. Ef blandan er mjög lin má bæta bara meira af pretzel

bökunarpappír settur í form og blandan sett ofaní og brætt súkkulaði ofaná. Sett í kæli og og ekki skorið fyrr en þetta er orðið alveg kalt. Best er að geyma kökurnar inni ískáp því þær verða aðeins linar ef þær standa á borðinu.

Best að nota mjög beittan hníf svo súkkulaðið molni sem minnst.







Borðist kalt :) þetta er æði






Ummæli