Hollar hafra og banana-múffur

Rosalega góðar múffur sem þæginlegt er að taka með sér í skóla og vinnu í millimál :) ... Annars jafn góðar heima líka



Hráefni:

2 bollar hafrar
2 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk kanill
1 bolli mjólk
2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
2 msk olía
1 egg
2 tappar vanilludropar

Ofninn hitaður á blæstri 170

  • Aðferð:
1. Höfrum, lyftidufti og kanil blandað vel saman í skál
2. Í aðra skál er stöppuðum bönunum, vanilludropum, mjólk, olíu og eggi hrært saman
3. Vökvablöndunni er hellt útí hafrana og hrært vel
4. Deginu er skipt niður í 10 form og inn í ofn í 25-30 mín

Ég notaði ál form, en það er örugglega ekki síðra að nota bara pappírsform



:)

Endilega fylgist með inná facebook síðu minni:  http://www.facebook.com/gigjas




Ummæli

  1. Ég baka þessar oft núorðið en á son með eggjaofnæmi, ég hef bara sleppt eggjunum og sett aðeins meiri olíu og mjólk en veit ekkert hvort það sé rökrétt. Er eitthvað annað sem ég gæti notað í staðinn? Ekki það að mér finnist vanta neitt, þær eru sjúklega jummí.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli