Mjúkar smákökur með hvítu súkkulaði og M&M 
Þessar kökur eru aðeins of góðar, alveg mjúkar og bráðna uppí manni. Kærasti minn sagði að þær væru betri en subway kökurnar og þá er sko mikið sagt.. !

Innihald:
150 gr smjör
¾ bolli ljós púðursykur
¼ bolli sykur
1 stórt egg
2 tappar vanilludropar
2 bollar hveiti
¼ bolli vanillu búðingur (duftið)
1 teskeið lyftiduft
hnífsoddur salt
1 poki litaðar perlur (t.d. frá Nóa eða m&m)
1 poki hvítir súkkulaði konsum dropar
Aðferð:
  1. Hrærið saman smjör, sykur, egg og vanilludropa á miklum hraða í um 4 mínútur.
  2. Bætið við hveiti, búðing, lyftidufti og salti og hrærið saman í um 1 mínútu.
  3. Að lokum er perlunum og súkkulaðidropunum bætt við og hrært saman í nokkrar sekúndur.
Bakið við 180 gráður í 11-12 mínútur. Fjarlægið kökurnar varlega af bökunarplötunni með spaða og látið standa í um 10 mínútur.
Kökurnar geymast í viku við stofuhita og 6 mánuði í frysti. Ég setti því helminginn í box og hinn helminginn inni í frysti og tek þær bara út þegar hinar eru að fara klárast.

          

Volla.. Njótið vel.. ;)
Ummæli