Vöfflur

Vöfflur með sunnudagskaffinu, þessi uppskrift klikkar ekki.



Innihald:
2 Egg
2 bollar hveiti / ég nota fínt spelt 
1 msk sykur
4 msk lyftiduft
1 3/4 bolli mjólk 
1 tsk vanilludropar
hálfur bolli brætt smjör 

Aðferð: 
Eggin eru létt þeytt í hrærivél og síðan er öllu hinu hrært saman við. 

Hrikalega gott með súkkulaði, rjóma, berjum og kaldri mjólk.. mmm 



Gott að setja smá smjörklípu á vöfflujárnið.. mm

Vöfflurnar verða klárlega betri í gamla vöfflujárninu hennar ömmu :) 


 Njótið vel.. :) 

Fleiri uppskriftir á www.facebook.com/gigjas

Ummæli