Dumle Sörur


Ég setti á bloggið uppskrift af dumle sörum fyrir 2 árum og bloggið hefur vakið mikla lukku.
Ég er búin að gera þessar sörur þó nokkuð oft síðan og ákvað að setja nýja og örlítið betrumbætt uppskrift og fínni myndir inn. Innihaldið og aðferð kemur hér að neðan í þremur skrefum - Botnar - Krem og Hjúpur. Gangi ykkur vel :) 

Botnar: Stór uppskrift um 100-130 kökur
Mér finnst voða gott að byrja á botnunum kvöldið áður, þeir eru eina sem þarf að fara í ofn þannig það er fínt að klára það af, restin er bara dundur.

Innihald:

8 Eggjahvítur
600 gr  vel saxaðar möndlur
500 gr flórsykur
tsk salt

Aðferð:

Eggjahvíturnar og saltið er stífþeytt, svo hægt sé að hvolfa skálinni án þess að bladan leki úr.
Þá er flórsykrinum og möndlunum blandað saman í sér skál og bætt við varlega út í eggjahvíturnar með sleif þar til það hefur blandast vel saman.

Degið set ég í sprautupoka, mynda litla hringi og baka í 10-12 mínútur við 180 gráðu undir og yfir hita. Gott að leifa þeim að kólna aðeins áður en þeir eru teknir af plötunni svo þeir brotni ekki.

Ég nota silikon mottu sem notuð er fyrir makkarónur, en auðvitað er hægt að nota bara bökunaplötu með pappír, gæti verið sniðugt að teikna á hana hringi :)












Dumle Krem:

Innihald:
'26 dumlekaramellur
                                                                     8 eggjarauður
8 msk volgt síróp
450 gr smjör við stofuhita ( mikilvægt að það sé ekki kalt )
2 dl rjómi
150 gr rjómasúkkulaði

Aðferð:
Eggjarauðurnar eru stífþeyttar.
Dumlekaramellurnar eru bræddar á vægum hita í potti með rjómanum, þegar karamellurnar eru bráðnaðar, þá er potturinn tekinn af hellunni og súkkulaðinu bætt við og hrært. 
Volga sírópinu er bætt við í eggjarauðurnar og þeytt vel saman við.
Næst er smjörinu bætt við í eggjablönduna og í lokinn fer súkkulaðiblandan sem á að vera búin að standa í smá tíma á borðinu svo hún sé ekki heit, þá verður kremið of þunn því smjörið mun bráðna.  

Ef ykkur finnst kremið vera of þunnt, getur verið fínt að kæla það inní ískáp í smá stund þá stífnar það.


Eggjarauðurnar, sýrópið og smjörið.


Dumle blandan komin í


Kremið setti ég í sprautupoka og lagaði svo til með hníf svo kremið væri jafnt niður alla kannta.
Kökurnar eru svo kældar í minnst hálftíma áður en súkkulaðibráðin er sett á.


Hjúpur:

1000 gr. Dökkt súkkulaði

Aðferð:
Súkkulaðið er hitað í skál yfir vatnsbaði. Sörunum er díft ofaní súkkulaðið og látið leka aðeins af þeim, ef sörurnar hafa ekki náð að kólna nóg í ískápnum þá mun hjúpurinn ekki storkna. Gott er að hafa blautann þvottaboka sér við hlið til að þurrka hendurnar svo botnarnir verði ekki kámugir :)

Njótið vel,  þessar kökur eru svo sannarlega þess virði að baka þó svo að þær taki meiri tíma en flestar smákökur :)






Set alltaf það nýjasta inn á facebook síðuna mína ef þið viljið fylgjast með þar þá er slóðin: www.facebook.com/gigjas

Ummæli