Hollari saltkaramellu trufflur




Þessar trufflur eru to die for.. Ég er búin að henda í þessar núna tvisvar í janúar, rosalega gott að eiga í boxi inní ískáp. Bragðast eins og hið besta nammi og svalar sykurþörfinni rosalega.
Uppskriftin gerir um 25 trufflur, auðvelt að tvöfalda hana.

Innihald:
Hálfur kassi heimadöðlur ( þær eru mjúkar og góðar, í seinna skiptið notaði ég venjulegar döðlur í poka um 250 gr. það er aðeins erfiðara að ná þeim mjúkum í matvinnsluvélinni)
3-4 msk fínt hnetusmjör
200 gr suðursúkkulaði
Sjávarsalt

Aðferð:
Steinninn er tekinn úr döðlunum og þær settar í
matvinnsluvél
Litlar kúlur myndaðar og sett inn í
frystir í 15-20 mínútur.
Hnetusmjörið
er þá brætt yfir vatnsbaðiog hellt yfir trufflurnar með skeið og aftur inn í frysti í 15-20 mín.
Þá er súkkulaðið brætt og sett yfir kaldar trufflurnar og sjávarsallt eftir smekk ofaná. 

  





Dásamlega gott, ég var ekkert að vellta trufflunum öllum upp í súkkulaðinu hellti því bara yfir með skeið og hafði þetta pínu messy, enda er það ekkert verra;)

Facebook síðan mín er : www.facebook.com/gigjas


Ummæli