Tyrkisk Peber Sjeik
Fyrir 2-4.
Ef þið eruð mjög íssjúk þá er þetta bara fyrir 2 ;)

Innihald:
1 líter vanilluís
1 poki Tyrkisk peber brjóstsykrar
súkkulaðispænir eftir smekk
3 msk mjólk
Þeyttur rjómi / Sprauturjómi

Aðferð:

Helmingurinn af brjóstsykrinum settur í
pott og brætt mrætt með 4 msk af vatni og látið kólna.
Hinn helmingurinn er mulinn.

Ísinn settur í matvinnsluvél eða blender og mjólk, tyrkisk peber blöndunni og mulingnum bætt útí.
Skreytt að
vild með rjóma og brjóstsykursmulning.

Ummæli