Pestó Kjúlli með kókos og sætum kartöflum

Æðislegur þessi

Stillið ofninn á 200 gráðu hita

Innihald fyrir 3-4

1 sæt kartefla
20 döðlur
1 rauðlaukur
krukka pestó
Tai kókosmjólk
Hálf krukka fetaostur
4 kjúklingabringur
Olía
Salt og pipar
Rifinn ostur


Aðferð:

Kartöflurnar er skornar í mjög litla og þunna bita svo þær nái að eldast alveg í gegn


Þær eru lagðar í mótið, penslaðar með olíu, salt og pipar

Ofan á þær fara niðurskornar döðlur og rauðlaukur




Þar næst kjúklingurinn og fetaosturinn og öllu blandað vel saman

Í skál er pestóið og kókosmjólkinni hrært saman og blandað við kjúklinginn svo það þekji allt



Inn í ofn í 40 mínútur
Eftir 20-25 mínútur er gott að setja ostinn yfir






Ég bar réttinn fram með hvítlauksbrauði og smá salati.. æðislega gott :) Njótið vel.

Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas

Ummæli