Rjómaostakúla með trönuberjum og pistasíum og JólaBrie með döðlum og pekanhnetum



Ég fekk vinkonu mina í mat og gerði þessa dásamlegu osta sem fleiri fengu svo að njóta. Pistasíu osturinn kom rosalega á óvart og öllum fannst algjört lostæti. Samsetningin er mikið ferðalag fyrir bragðlaukana. Desember er tími þar sem fólk kemur saman svo það er sniðugt  er að bera fram osta og salöt, það slær eitthvern vegin alltaf í gegn. Þannig ég mæli með þessum ostum í jólaboðið, saumaklúbbinn og spilakvöldið núna í desember. 

Innihald rjómaostakúla:

400 gr rjómaostur frá gott í matinn
50 gr trönuber
1 bolli pistasísuhnetur
2 msk dijon sinnep
2 tsk hvítlauksduft

Aðferð:
Skurnin er tekin utan af pistasíunum og þær muldar með hníf
Öðru er blandað saman í skál og hnoðað í kúlu
Kúlunni er síðan vellt upp úr pistasíunum






Innihald Jóla Brie:

Jóla Brie ostur frá MS
Agave sýróp dökkt
saxaðar döðlur og pekan hnetur eftir smekk

Ég skar rákir í ostinn svo sýrópið farið aðeins ofan í 
Döðlurnar og pekanhneturnar eru saxaðar smátt, settar á ostinn og sýrópið yfir




Borið fram með kexi, njótið vel :) 

Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas

Ummæli