Krispí hvítlauks og parmesan lax í ofni

Laxa uppskrift

Rosalega fljótleg og góð uppskrift. Tekur innan við hálftíma að undirbúa og elda.



Innihald ( fyrir 2-3)

600 gr lax
hálfur bolli brauðrasp
hálfur bolli rifinn parmesan
2 msk parsley krydd
3 hvítlauksrif
2 msk brætt smjör
dass salt og pipar
sítróna (gott að setja nokkra sítrónu dropa yfir eftir að hann kemur úr ofninum)

Meðlæti: Mér finnst lax bestur með ofnbökuðum aspas og brokkolí


Aðferð:

Ofninn hitaður á 200 gráður




Grænmeti:
Ef þið ætlið að hafa grænmeti með þá ef best að byrja á því þar sem það þarf að ver a inn í ofni í um 30-40 mínútur. Aspasinn og brokkolíið penslaði ég með olíu, salt og pipar og ég dreifði restinni af raspinu inn í og inn í ofn. Þegar grænmetið er búið að vera inn í ofni í 20-25 mínútur er fínt að setja laxinn inn. 



Ég átti ekki hvítlauksbrauð þannig ég reddaði mér með að skera brauðsneið í tvennt, setja á hana smjör, ost, hvítlauks og ítalskt krydd og inn í ofn á sama tíma og laxinn.

Kröstið: 
Hráefnunum er blandað saman í skál og hvítlaukurinn er pressaður ofan í. Brætt smjörið fer út í endann og þessu blandað saman með höndunum þar til brauðraspið hefur dregið smjörið aðeins í sig og þá er blandan sett yfir laxinn. ég skildi smá eftir til að strá yfir grænmetið.




Þessi sýrði rjómi er mikið uppáhald hjá mér, ég á hann alltaf til og borða bæði með fisk, kjúkling og snakki.



Laxinn er settur inn í heitann ofninn í 13-15 mínútur



Njótið vel :) Ef þið viljið fylgjast með hvað er nýtt hverju sinni þá er facebook síðan mín www.facebook.com/gigjas

Ummæli