Rjúpan og sósan

Ég var með rjúpur í fyrsta skipti núna síðustu jól og þær heppnuðust rosalega vel. Við vorum öll sammála um að þetta er jólamaturinn sem koma skal. Eldunin var fullkomin og ég má til að deila henni með ykkur.

Við miðuðum við 1 rjúpu á mann, eða 2 bringur. Það var alveg passlegt með góðu meðlæti en það varð enginn afgangur. Næst mun ég hafa fleiri rjúpur til að geta verið með tartalettur daginn eftir.

Aðferð 

Rjúpurnar eru kryddaðar með salt og pipar og steiktar uppúr smjöri á pönnu í um 1 mínútu á hvori hlið og settar til hliðar. Það er í lagi að steikja rjúpurnar áður en maður fer að græjja sósuna og hitt meðlætið. Þegar nánast allt er tilbúið fara rjúpurnar í 180 gráðu heitann ofn í 8-10 mínútur. 

Erfiðara var það ekki og eldunin var fullkomin að mínu mati

Sósan:

1 matreiðslurjómi
hálfur  skorinn villisveppaostur
10 gr þurrkaðir skógarsveppir/furusveppir
dass rauðvín
2 msk gráðostur
1 msk rifsberjahlaup 
2 scallot laukar
Villibráðakraftur 
Salt og pipar
Smjör soðið sem kom frá rjúpu pönnunni

Smjörið frá rjúpunni er sett í pott og scallot laukurinn látinn malla í soðinu.
Næst fer allt út í pottinn nema gráðosturinn og rifsberjahlaupið
Því er bætt við þegar osturinn hefur bráðnað í sósunni. Mikilvægt er að fylgjast vel með sósunni svo hún brenni ekki við. Þegar sósan er til getur hún staðið á mjög lágum hita í pottinum ef það er fylgst vel með henni.



Meðlætið sem ég er með er hægt að finna hér:

Waldorf salat:


Jóla salat:

Ummæli