Tómat og basilsúpa með parmesan

Þessi súpa er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef gert hana nokkrum sinnum og geri þessa uppskrift sem er fyrir ca 6 manns en ég elda hana þá fyrir okkur Ásgeir og set svo í box og borða í 1-2 daga eftir á. Hún er æðislega góð upphituð.

Með þvi að grilla tómatana í ofni gefur það súpunni betra bragð, og sæta karteflan er til að þykkja hana og gera hana matarmeiri.Innihald:

1 kg tómatar
500 gr kirsuberjatómatar
8 hvítlauksrif
1 stór laukur
1 lítil sæt kartefla
1 krukka tómatpaste
4 bollar vatn
1 grænmetiskraftur
basilika
cayenne pipar
salt og pipar
olía
parmesan osturAðferð:

ofninn hitaður í 220

- Tómatar og hvítlaukur settur á ofnplötu og penslað með salti og pipar, inn í ofn í um 25 mínútur


- Á meðan tómatarnir eru inni ofni er laukurinn og sæta kartaflan skorin og sett í pott með olíu og steikt þar til það hefur fengið smá lit.þá er vatninu, cayanne pipar eftir smekk, tómatpaste og grænmetiskraftinum bætt út í og suðan látin koma upp, þá er aðeins lækkaður hitinn og súpan látin malla í 15 mínútur.

- Næst er tómötunum og ca lúku af basil bætt úti og látið malla í nokkrar mínutur og þá er súpan tilbúin til að maukast í blandaranum.
Ég skipti súpunni í tvennt þar sem hún kemst ekki öll í blandarann í einu. Þegar súpan er maukuð er fínt að setja hana aftur í pottinn ef hún hefur kólnað og hita hana aðeins upp.

Þá er súpan tilbúin, gott er að bera hana fram með nóg af parmesan, brauði og auka basiliku.. verði ykkur að góðu :)Facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjas
Ummæli