Heit Snickers Eplakaka



Þessi eplakaka er dásamlega góð. Sérstaklega núna í kuldanum og ég er ekki frá því að hún er bara svolítið jólaleg. Ég gerði kökuna fyrir saumaklúbb og það þæginlega við það var að ég útbjó hana daginn áður og setti í ískáp. Síðan skellti ég henni bara inn í ofn þegar gestirnir mættu, mjög hentugt. 

Innihald:

botn:
5 græn epli
1 msk kanill
1 msk sykur
Miðja:
4-5 snickers
Toppur
1 bolli hveiti
1 bolli hafrar
150 gr smjör
1/2 bolli sykur

Aðferð:

Ofninn er hitaður á 200 gráðum

Best er að byrja að taka smjörið úr ískápnum.
Eplin eru flisjuð og skorin smátt. Þeim er vellt upp úr sykri og kanil og sett í botninn á stóru eldföstu móti.
Snickersið er skorið í bita og sett yfir eplin.
Hveti, hafrar, sykur og smjör fer í skál og öllu hnoðað saman í höndunum þangað til þetta er orðið að mulning þá er því dreift yfir kökuna.









Kakan fer í ofninn í um 30 mínútur eða þar til þið sjáið að toppurinn er orðin vel aðeins brúnleitur.
Þá er kakan tekin úr og æðislega gott að bera hana fram heita með rjóma eða vanilluís 


Njótið vel.

Ummæli