Sykur og mjólkurlausar hafrapönnsur

Hef gert þessa uppskrift nokkrum sinnum og hun er æðislega góð. Sykurlaus og mjólkurlausar og henta börnum einstaklega vel. Strákurinn minn er sjúkur í þær.



Uppskrift fyrir umþb 3-4

1 bolli hafrar
1 bolli jurtamjólk, ég hef bæði notað kókos og möndlumjólk
2 egg
1 matskeið jurtasmjör / eða venjulegt smjör
2/3 bolli hveiti / eða spelt
1 teskeið lyftiduft
1/3 teskeið salt
dass af kanil ( val)


Aðferð:
-Hafrar og mjólk fara saman í skál og hafrarnir látnir bíða í 10 mínútur í mjólkinni.
-Á meðan er smjörið brætt og kælt
-Eftir 10 mínútur er smjöri, eggjum, hveiti, lyftidufti salti og kanil bætt út í og hrært vel.

Næst eru pönnukökurnar steiktar á báðum hliðum þar til tilbúnar

Njótið vel, Gígja S



Ummæli