Pavlovur




Innihald

Uppskrift gerir 10 litlar pavlovur

Botnar:
6 eggjahvítur
300 gr sykur
salt á hnífsoddi
1 tsk vanilludropar
1 tsk mataredik

Fylling:
500 ml rjómi
1 poki karamellukurl
200 gr toblerone eða annað súkkulaði
200 gr KEA vanillu skyr

Toppur:
Þau ber sem ykkur finnst góð, fallegt að skreyta með súkkulaðispæni, flórsykri og myntu.

Aðferð botnar:

hitið ofninn í 100 gráður 


Eggjahvíturnar eru þeyttar með salti og sykrinum er bætt við rólega á meðan þeytt er.
Þegar eggjahvíturnar eru orðnar alveg stífar er ediki og vanilludropum bætt út í og hrært rólega
Á bökunarpappír eru litlar kúlur myndaðar og hola mynduð með skeið í miðjunni 
Sett í ofninn í 1 og hálfa klst. Best er að slökkva síðan á ofninum og leyfa pavlovunni að geymast yfir nóttu inni í ofni. 


Aðferð fylling:

Rjóminn er þeyttur og restinni er blandað varlega saman við.
Rjóminn fer ofan á pavlovuna og þær skreyttar með berjum og því sem ykkur finnst gott.




Njótið Vel, Gígja S

Ummæli