Grjónagrautur

Æðislega góður grjónagrautur sem slær í gegn hjá allri fjölskyldunni.



Innihald:
1 og 1/2 bolli grautar grjón
2 bollar vatn
4 bollar mjólk
1/2 teskeið salt
1 msk smjör
1 msk sykur
1 tsk vanilludropar

Ég byrja á grautnum klukkustund áður en matartími er

Aðferð:

1. Grjónin eru soðin í vatninu í 3-4 mínútur
2. Næst fer mjólkin og saltið saman við og hitinn lækkaður vel
3. Grauturinn er látinn malla við mjög lágan hita i um klukkustund og hrært reglulega á milli
4. Þegar grauturinn er orðin alveg þykkur er smjöri, sykri og vanilludropum bætt við og hrært

Ef ykkur finnst grauturinn verða of þykkur þá er ekkert mál að þynna hann jafn óðum með meiri mjólk.

Njótið vel, Gigja S

Ummæli