Hollir Morgunverðaklattar

Æðislega góðir klattar sem auðvelt er að henda í á morgnanna. Vilhjálmur Ísar 2 ára hjálpaði mér að gera uppskriftina og hámaði í sig 3 kökur þegar þær komu úr ofninum þannig það má segja að börn og fullorðnir elski þær.



Uppskriftin gerir um 12-14 klatta

Ofn: 180 blástur

Innihald:
3 vel þroskaðir bananar
1.5 bolli Haframjöl
1 egg
1.5 msk chia fræ
1 tsk kanill
1/2 tsk lyftiduft
2-3 msk brætt hnetusmjör
hnífsoddur salt

Aðferð:
1. Bananarnir eru stappaðir og settir í skál, næst fara öll hráefnin út í skálina og hrært vel.
2. Litlir klattar eru myndaði með skeið á ofnplötu og bakað í ofni í 13-15 mínútur.



Æðislega góðir með morgunkaffinu alveg samviskulaust, Njótið vel

Gígja S

Ummæli