Tortillur í partýið

Þessar klárast alltaf fyrstar í partyinu sama hversu mikið af þeim ég geri. Ótrúlega auðveldur og þæginlegur partyréttur.Gef ykkur einfalda uppskrift, auðvelt að margfalda hana.

Innihald:
4-5 stórar tortilla kökur
1 púrrulaukur
2 paprikur
3 msk af hot salsa
1 askja rjómaostur frá gott í matinn

1. Laukurinn skorinn smátt, papríkurnar skornar smátt og hrært saman við rjómaostinn ásamt salsasósu.
2. Þunnu lagi smurt á kökurnar og rúllað upp.

Það er auðvitað í lagi að skera þær beint niður en mér finnst best að græja tortillavefjurnar daginn áður, vefja þær inn í plastfilmu og inn í ískáp. Sker þær svo niður samdægurs.

Æðislegar með salsasósu.

Njótið vel, Gigja S

Ummæli