Skinkuhorn - Þau allra bestu

Dásamlega góð uppskrift af skinkuhornum sem slá alltaf í gegn. Uppskriftin er stór og hentar vel í veislur og ferðalög. 



Uppskriftin gerir ca 60-70 skinkuhorn

Fínt að byrja að hita ofninn í 200 gráður blástur á meðan degið er að hefast

Innihald:
1 kg hveiti
150 gr smjör
1/2 bolli sykur
1 tsk salt
700ml nýmjólk
1 pakki þurrger

Fylling:
1 skinkubréf
1 poki pizzaostur
1 askja beikon smurostur
200 gr rjómaostur

Fylling aðferð:
skinkan er skorin í litla teninga og öllu blandað saman í skál

Penslun:
1egg
3 msk mjólk
sesamfræ / blandað við everything bagel krydd ef þið eigið þannig

Penslun aðferð:
Eggi og mjólk er pískað saman með gaffli



Aðferð:
1. Hveti, sykur og salt er sett saman í skál ásamt britjuðu smjöri við stofuhita.
2. Mjólkin er aðeins velgd eða í um 30 gráður og gerið leyst upp í mjólkinni.
3. Hellið næst mjólkinni saman við hveiti blönduna og hnoðið vel, í höndum eða í hrærivél.
leyfið deginu að hefast í 40 mínútur 
4. Þegar degið hefur náð að hefast þá skipti þið deginu niður í 6-7 jafnar kúlur, ef degið er klístrað þá bæti þið bara hveiti við.
Fletjið degið út, skerið með pizzahníf í 8 jafnar slæsur, setjið eins og 1 teskeið af fyllingu inn í og rúllið upp. Passið að loka deginu vel svo að fyllingin leki ekki öll út. 
5. Penslað með eggjablöndunni og fræjunum stráð yfir
6. Bakað í miðjum ofni í 10 mínútur eða þar til skinkuhorning eru orðin gullin brún


Njótið Vel, Gígja S 

Ummæli