Æðislega góð og einföld bananakaka með flauelsmjúku rjómaostakremi



Innihald kaka:


3 bananar

3 egg

1 dl púðusykur

1 dl olía

1 tsk vanilludropar

1 og hálfur bolli hveiti

1 tsk lyftiduft


Ofninn hitaður í 170 gráður blástur


Aðferð kaka:


Bananarnir eru stappaðir með gaffli og settir í stóra skál

Olíu, púðusykri,eggjum og vanilludropum er bætt út í skálina og hrært vel með gafflinum

Næst er hveiti og lyftidufti hrært saman við

Degið er fær yfir í smurt brauðform og bakað í ofni í um 40 mínútur eða þar til kakan hefur fengið góðan lit og hægt er að stinga prjón í kökuna án þess að það komi deig upp.


Krem:

200 gr rjómaostur frá gott í matinn - við stofuhita

50 gr smjör við stofuhita

1 bolli flórsykur

1 tsk vanilludropar


Látið kökuna alveg kólna áður en kremið er sett á


Aðferð krem:


Þeytið saman smjör, rjómaost og vanilldruopa þar til það verður aðeins flöffý

bætið þá flórsykrinum út i og hrærið aðeins áfram


Kreminu dreyft yfir kökuna 


Njótið vel, Gígja S 

Ummæli