Tiramisu




Lét loksins verða að því að prófa að gera tiramisu en ég panta mér þennan eftirétt oft á veitingastöðum ef hann er í boði. Ég hélt að það væri meira mál að gera hann en það er það alls ekki. Tiramisuið setti ég í glös en það er hægt að bera það fram stóru formi, litlum formum, glösum eða því sem ykkur þykir skemmtilegt.


Gott er að gera hana degi áður og kæla yfir nóttu. 


Tími: 20-30 mínútur


Þetta er stór uppskrift og er tilvalin fyrir veisluna, það er lítið mál að minnka hana en þessi uppskrift dugir fyrir 17-20 manns.


Innihald: 

400 gr ladyfingers

600 gr íslenskur mascapone ostur frá Gott í matinn

500ml rjómi 

8 eggjarauður

1 bolli sykur

3 tsk vanilludropar

1/2 bolli sterkt kaffi

1/3 bolli khalúa (eða annað dökkt líkjör)

Kakó


Aðferð:


Eggjarauður eru aðskildar hvítunni og settar í skál ásamt sykrinum

Setjið vatn í pott og hitið í suðu og hrærið saman eggjarauðum og sykri í skál yfir pottinum þar til sykurinn hefur bráðnar. Það þarf að hræra standslaust í ca 5-10 minutur.

Þeytið næst eggjablönduna þar til hún verður ljós gul og þá er maskapone ostinum bætt út í og þeytt áfram ásamt vanilludropum.

Þeytta rjómanum er næst bætt út í og sleif notuð til að blanda öllu saman.

Kaffið er látið kólna og khalúa bætt út í og sett í skál/disk

Næst er að raða í form og þá er ladyfingers dýft snögglega ofan í kaffið (ekki láta lyggja ofan í) og sett í botninn, næst fer blandan, aftur ladyfingers og endað á blöndunni. 

Sett í kæli amk 5-6 tíma áður en hún er borin fram og rétt áðure en kakan fer á borðið þá er kakói dreyft yfir með sigti.


Hægt er að geyma tiramisu í kæli í 3-4 daga.




Ummæli