Hið eina sanna 'Döðlugott'

Þetta er uppáhalds konfektið mitt.. einstaklega djúsí karamellukubbar! Það er ekki hægt að hætta þegar maður byrjar...

400 gr döðlur
250 gr smjör
120 gr púðusykur
3 bollar rice krispies
200 gr súkkulaði (ljóst eða dökkt, ég nota ljósan hjúp)Döðlur, smjör og púðusykur sett saman í pott og látið sjóða þar til döðlurnar eru orðnar eins og karamella

Þá er blandan tekin af hellunni og rice krispies blandað við

Blandan er látin í form með bökunarpappír og bráðið súkkulaði sett yfir og inn í ískáp

Einstaklega fljótlegt og auðvelt að gera :)
Kælt og skorið í litla bita :) Mæli með því að geyma konfektið inní ískáp

facebook síðan mín er www.facebook.com/gigjasUmmæli

 1. Keypti einu sinni svona í Mosfellsbakarí en það er ekki til lengur. Veit einhver hvar er hægt að kaupa þetta? Ég þarf þetta!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Fást í bakaríinu í Firði núna um jólin allavega

   Eyða
  2. Mjög sein, en þetta fæst í Te & Kaffi :) Döðlugott þar

   Eyða
 2. Er í lagi að nota gervi púðursykur í þetta ?

  SvaraEyða

Skrifa ummæli