Æðislega góðir borgarar sem vert er að prófa. Höfðingi og cheddar ostur sem fer einstaklega vel með karmelluðum lauk, smjörsteiktum sveppum og heimagerði hamborgarasósu sem lætur þig fá vatn í munninn.
Uppskrift gerir 4-6 hamborgara eftir því hversu stóra þú villt hafa þá
Borgarar:
600gr nautahakk
3 dl rifinn cheddar ostur
2 msk sweet barbecue sósa/ eða venjuleg barbecue
1 egg
1/2 tsk cayanne pipar
salt og pipar
Þessu er öllu hrært vel saman og svo er kjötinu skipt í jafn marga parta og þú villt hafa og þeir pressaðir með hamborgarapressu eða í höndunum. Hamborgarana er hægt að elda á ýmsa vegu eg ég steikti þessa á pönnu. Þegar borgararnir eru nánast tilbúnir þá bæti þið cheddar osti og Höfðingja ofan á.
Lúxus Sósa:
5 msk Mayones
2 msk tómatsósa
2 msk honey dijon sinnep
Smátt saxaðar súrar gúrkur eftir smekk, ég nota ca 3 matskeiðar
salt og pipar
Öllu hrært saman, sósan er æðisleg með frönskunum líka.
Sveppir og laukur:
2 laukar / líka hægt að nota rauðlauk
2 msk olía
1 msk púðusykur
2 msk smjör
salt og pipar
Laukurinn er skorinn ílangt og látinn malla í olíu með smá salti á miðlungs hita þar til hann verður gylltur. Þá er púðusykrinum bætt út á pönnuna þangað til hann byrjar að klístrast.
Sveppirnir eru skornir og steiktir upp úr smjöri og salti og pipar. Þegar laukurinn og sveppirnir eru tilbúnir þá getið þið blandað því saman, eða haft í sitthvoru lagi.
Þá er allt tilbúið og þá er bara að raða á hamborgarann.
Brauð, sósa, kál, hamborgari, laukur, sveppir og meiri sósa.
Njótið vel, Gígja S
Ummæli
Skrifa ummæli