Jólasnittur


Ég var með saumaklúbb og vildi hafa eitthvað jólalegt og ákvað að gera tvær tegundir af snittum. tortillurnar er hægt að útbúa samdægurs eða kvöldinu áður. Hinar snitturnar geta verið tilbúnar og það þarf bara að stinga þeim í ofninn þegar fólkið mætir og bæta ofan á þær.
Báðar einstaklega jólalegar og henta vel í forrétti í jólaboðin eða í saumaklúbbinn.

Jóla tortillur með trönuberjum:

Innihald 
500 gr rjómaostur frá gott í matinn
100 gr trönuber
hálfur púrrulaukur smátt skorinn
6 tortilla kökur (ég ætlaði að hafa grænar en þær voru ekki til í búðinni, það er auðvitað ennþá jólalegra ef þið rekist á þannig)

Aðferð:
rjómaostinum, trönuberjunum og púrrulauknum er blandað saman í skál og smurt á tortilla kökurnar. Síðan er þeim rúllað upp og skornar í litla bita og sett í kæli þar til þær eru bornar fram.Jólasnittur með camembert, eplum og pekanhnetum

Gerir um 16 snittur

Innihald:
Snittubrauð
mango chutney
1 epli
1 camembert (eða brie)
Pekanhnetur
Hunang eða sýróp (sýrópið er sætara, og fer líka vel með snittunum)

Aðferð:
Snittubrauðið er skorið
Smurt með mango chutney
Sett í ofn í 5-7 mínútur í 180 gráðu heitan ofninn
Þegar snitturnar koma út er þunn eplaskífan, pekanhneta og hunang/sýróp sett yfir og borið fram
Njótið vel og gleðilega hátíð kæru lesendur :)

Ummæli