Einfaldar Brauðbollur

Æðislega góð og auðveld brauðbollu uppskrift sem við skelltum í með krökkunum í dag á meðan það er enginn leikskóli.Innihald:

1 bolli mjólk
1 bolli volgt vatn
1 pk þurrger
2 msk sykur
smá salt
70gr brætt smjör
2 egg, eitt í deigið og annað fyrir penslun
4-5 bollar hveiti, þið finnið hvort það þurfi meira hveiti ef degið er of blautt

Aðferð:
1. Mjólk og vatn fer saman í skál ásamt þurrgeri og hrært þar til fer að freyða.
2. Næst fer sykur, salt, egg og smjör(ekki hafa smjörið heitt) út í og hrærið vel.
3. setjið hveitið saman við í nokkrum pörtum og hnoðið vel þar til deigið er hætt að vera klístrað, bætið við hveiti eins og þarf.
4.Setjið deigið aftur í skálina, viskustykki yfir og geymið a hlýjum stað í 30-50 mínútur á meðan það fær að hefast aðeins.
5.Skiptið deginu niður í litlar bollur, penslið með pískuðu eggi og bakið í um 15 mínútur á 200 gráðum blæstri.

Uppskriftin gerir um 25 bollurLitlir bakarar að skemmta sér konunglega

Njótið vel, Gígja S


Ummæli

Skrifa ummæli