Bleikar veislu CupCakes

Fór í fallega skírnarveislu laugardaginn 26 október og bakaði um 150 bleikar cupcakes í tilefni þess.. og þetta var útkoman: 



Uppskrift Vanillubollakökur (ca, 20 stk).
235 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
125 gr smjör
1/2 tsk salt
250 gr sykur
1 tsk vanilludropar
2 stk egg (ekki ísköld)
180 ml mjólk við stofuhita

Aðferð:
Ofninn er hitaður í 180
1. Hveiti, salt og lyftiduft er sett í sér skál.
2. Smjör, sykur og vanilludropar sett í hrærivél og hrært í um 3 mín þangað til degið er orðið ljóst.
3. Eggin eru sett útí hrærivélia eitt í einu og hrært á milli. 
4. Hveitiblandan sett útí og mjólkin að lokum.
5. ekki skal setja meira í form heldur en hálft formið, þá ætti hún að verða fullkomin og slétt að ofan eftir baksturinn eins og þessi : 
6. Kökurnar eru bakaðar í rúmlega 20 mínútur, fer eftir stærð á kökunum. Best er að stinga í kökuna til að athuga hvort hún sé tilbúin eftir 17 mínutur. Kakan er tilbúin þegar hún er orðin smá brúnleit að ofan. 

Smjörkrem Uppskrift:
200 gr smjör
1. kassi flórsykur
2 msk. rjómi eða mjólk
2-3 tsk vanilludropar
1 tsk salt 

Best er að byrja fljótlega að skreyta kökurnar og láta kremið ekki bíða of lengi. 


Stúturinn sem gerir svona fínar rósir heitir 2D og fæst hann til dæmis í allt í köku og svo sá ég hann líka í hagkaup um daginn. 

- Til að fá kökurnar svona marglita þá lita ég 3/4 af kreminu bleikt og sleppi þvi að lita hitt. Svo skelli ég þessu í sprautuna. Geri lítið í einu og set svo aftur krem í sprautuna... þá kannski meira af hvíta og minna af bleika svo að kökurnar verði ekki allar eins. 

Kökurnar skreytti eg svo með sykurmassa blómum. Það er hægt að kaupa ýmis falleg sykurmassaform og finnst mér þessi litlu details gera mjög mikið fyrir kökurnar. Í þetta skiptið keypti ég tilbúin sykurmassa í allt í köku. Sykurmassin er ekki jafn góður og þegar maður gerir hann sjálfur, því kem ég með uppskrift af mjög góðum sykurmassa seinna. 

Fallegar kökur sem gera mikið fyrir veisluborð :)

Dagurinn var yndislegur  og fékk ég þann heiður að vera guðmóðir fallegu Gabríelu <3

Frábær fjölskylda !







Ummæli

Skrifa ummæli