Oreo Ostakaka

Ætla að deila með ykkur uppskrift af dásamlegri oreo ostaköku sem vakti mikla lukku hjá þeim sem smökkuðu hana :) 

Oreo ostakaka: 

1 og hálfur - 2 kassar Oreo Kex
1 Bolli flórsykur
1 Pakki vanillu royalbúðingur
200 gr Rjómaostur
1 Peli rjómi
1 Bolli mjólk
1 tsk vanilludropar

1.  Byrjið á því að taka Royal dufftið og hræra það við mjólkina og vanilludropana og skella því í ísskáp í 5-10 mín.

2.  Hræra saman flórsykur og rjómaost sér.

3.  Rjóminn þeyttur

4.  Oreo kexið sett í blender eða í matvinnsluvél (eða mulið með gaffli, getur tekið langann tíma)

5.  Svo er öllu blandað varlega saman í eina skál fyrir utan oreo kexið

6. Kexinu og kökunni blandað til skiptis í form og sett í frysti.. Best er að taka kökuna svo út 1-2 tímum áður en hún er borin fram :) 

Ég setti í tvær litlar ittala skálar fyrir okkur Ásgeir, sem var alveg meira en nóg :) skreytti með oreo kurli og jarðaberjum. 


Restina setti ég í stærra form, frysti og fór með í matarboð daginn eftir ásamt ávöxtum með súkkulaði. 




Ummæli

Skrifa ummæli