Lego og Angry Birds Kökur

Bræður mínir áttu afmæli um daginn og gerði ég afmæliskökur fyrir þá sem vöktu mikla lukku hjá þeim :) 

Lego Kaka: 
Það er hægt að gera þessa köku á marga vegu og í mörgum stærðum. Þessi kaka hjá mér varð frekar stór, og hafði ég heila skúffu af köku undir kubbunum. Það er einnig sniðugt að baka eina skúffu og skera hana svo í tvo í-langa kubba og tvo litla og hafa á bakka. 


Í þessari köku hafði ég botninn súkkulaðiköku og kubbana vanilluköku. Það er hægt að nota hvaða uppskrift sem ykkur finnst góð til að gera botnana. Auðvelt að nota bæði betty deig og betty krem á þessa köku. 

Það sem þarf þá í kökuna er: 

Betty kökumix (eða heimagerð)
Betty krem
Sykurpúðar (ekki of litlir)
Matarlytur



Ég notaði lítil brauðform fyrir kubbana, en það er líka hægt að gera setja deigið í ofn-skúffuna og skera svo í kubba.

Þegar kakan var tilbúin frysti ég hana.. þá er auðveldara að setja kremið á, og það verða ekki köku-minnslur í kreminu ! 


Vollaa.. :) Alls ekki flókið... og skemmtileg kaka fyrir barnaafmæli !!


Fyrir hinn bróðir minn gerði ég  Angry birds köku 


Hér er ein hugmynd fyrir ykkur :) Ekki erfitt að gera þessa.. Ég notaði lakkrísreimar með kreminu en það er hægt að nota svartan matarlit í kremið ef þið eigið hann í staðinn. Kakan verður fallegri ef maður depplar kreminu  með sprautu. Til að fá hlutföllin rétt þá teiknaði ég ofaní kökuna með hníf þar sem goggurinn og augun eiga að vera. 





Ummæli