Gestir gærkvöldsins fengu þessa fínu Nutella Ístertu..
Í kökuna þarf :
1 og hálfur lítri af vanilluís.
1 krukka nutella
Rise Krispies
Rjómi
Jarðaber
Aðferð :
1. Hitið Nutella í örbylgju í 20 sek og blandið svo rice krispies vel við.
2. Næst er 3/4 af nutella blöndunni sett í botninn og þjappað mjög vel ofaní formið. Best er að nota smellu form svo það sé auðvelt að taka kökuna úr forminu.
3, Botninn er frystur í hálftíma, á meðan þið hrærið saman ísinn og restina af nutella blöndunni.
4. Svo er ís blandan sett yfir botninn og aftur inn í frysti. Ef þið ætlið að borða kökuna um kvöldið er fínt að vera búin að græjja hana í hádeginu svo hún verði alveg frosin.
5. Kakan er tekin út og þeytti rjóminn og jarðaberin sett á og látið bíða í ca. 10 min áður en hun er borin fram.
Vollaa...
Ok nammmmmmmi
SvaraEyða