Unaðslegar Dumle SörurUm helgina lagði ég loksins í það að gera Sörur.. Það tekur smá tíma að gera þessar kökur en þær eru algörlega þess virði :)ATH. ný og betrumbætt uppskrift hér:

http://gigjas.blogspot.is/2015/12/dumle-sorur.html


Uppskrift

Botnar:

4 eggjahvítur
300 gr möndlumjöl
250 gr flórsykur
hálf teskeið salt

Aðferð: Eggjahvítur og salt stífþeytt og flórsykrinum og möndlumjölinu er svo blandað varlega saman við með sleif. Degið setti ég í sprautupoka og gerði litla hringi á bökunarpappír og bakað í 10-12 min á 180. Ég bakaði botnana fyrir svefn og byrjaði svo á kreminu daginn eftir, ég mæli alveg með því.Dumle krem: 

12 dumlekarmellur
4 msk volgt síróp
220 gr smjör við stofuhita
4 eggjarauður
1 dl rjómi
60 gr rjómasúkkulaði

Aðferð:
1.Dumlekarmellurnar eru bræddar í potti með rjómanum og rjómasúkkulaðinu er svo bætt við þegar karmellurnar hafa bráðnað. Það á ekki að sjóða í karmellunni, bara hafa hana á vægum hita.
2.Eggjarauðurnar eru stífþeyttar
3. volgu sírópinu bætt úti og þeytt í ca. 1 min
4. smjörinu bætt við og þeytt
5. í lokinn er karamellublandan sett útí og hrært varlega

Eggjarauðrunar, sírópið og smjörið
Kremið setti ég í sprautupoka og lagaði svo til með spaða svo að það fari niður í alla kanta. Þegar kremið er komið á er best að setja þær í frysti eða í ísskáp áður en súkkulaði hjúpurinn er settur á.

Hjúpur:

500 gr. suðursúkkulaði

Aðferð: Hitað í skál í ölbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Sörunum díft ofaní og látið leka aðeins af þeim. Gott er að hafa blautann þvottapoka sér við hlið til að þurka puttana á milli svo sörurnar verði ekki kámugar.

                                                     


Þessar komu úr tvöfaldri uppskrift

Njótið vel, Gleðileg Jól :)Set inn það nýjasta á facebook síðunni  : www.facebook.com/gigjas
Ummæli