Rice Krispies kaka með marsi og bananarjóma

Þessi kaka er í miklu uppáhaldi hjá mér.. og flestum!

Botn:
100 gr súkkulaði (dökkt eða ljóst)
3 stykki mars
4 msk sýróp
100 gr smjör
ca 4 bollar rice krispies

Byrjið að bræða súkkulaði, sýróp og smjör í potti, ekki láta það sjóða. Takið síðan blönduna af helluni og blandið rice krispis varlega við. Best að byrja á að setja 2 bolla og svo einn í einu þá er auðveldara að blanda saman.

1 peli rjómi þeyttur og 1 stöppuðum banana hrært varlega við

Karmella:

1 poki af góa karmellukúlum og hálfur dl rjómi brætt saman, Ekki möst samt að hafa sósuna.
Ummæli