Fljótlegt Spínat lasagne með pestó

Ég gerði mjög fljótlegann og einstaklega góðan rétt í kvöld







Uppskrift:
2/3 poki spínat
1 poki grjón (ekki klára alveg ur pokanum)
1 stór kókosmjólk (Ef  blandan verður þurr er fínt að bæta smá vatni útí)
1 laukur
ca 1 msk Kókosolía frá Sollu
2 tsk salt
ca hálf matskeið karry
Lasagne pasta plötur frá Sollu
Ostur
Pestó frá Sollu
Kotasæla










Aðferð: Hitið ofnin í 180 
Grjónin soðin. Laukurinn smátt skorinn og steiktur uppúr kókosolíunni. Kókosmjólkinni, spínatinu, salt og karry bætt við og látið malla í smá stund. Grjónunum blandað síðast samanvið (gott að hafa þau vel soðin). Þar næst er blöndunni og plötunum skipt niður sitt á hvað í eldfast form. Ég setti smá ost á milli og ofaná en því má sleppa. 
Inní ofn í 25 mínutur. 
Í lokinn blandaði ég grænu pesóti og kotasælu saman og setti on top þegar rétturinn var tilbúinn, sem er eiginlega algjört möst.








Þetta var mjööög gott



Ummæli