Reeses cupcakes með nutella kremi

Gerði þessa svakalegu ameríku bombu eina helgina.. Commentaði á status hjá Kost um daginn og fékk nokkur girnileg mix gefins frá þeim ..þar á meðal þetta rosalega reeses mix.
Leiðbeiningar eru á pakkanum en ekkert krem ofaná fylgir svo ég skellti á þær smá nutella kremi..

Krem: 
3 msk nutella
3 msk flórsykur
1 tsk vanilludropar


Ég ætlaði að fara með þær í heimsókn en svo enduðum við Ásgeir á því að klára þær allar.. of góðar til að deila .. ;)Mæli með að allir fari í Kost og prufi þesa snilld.. ! :) 


Ummæli