Ferskt pestó

 ÞVÍLÍK veisla fyrir braðlaukana sem þetta pestó er.. Ég elska pestó, en hef aldrei prufað að gera það sjálf.

Pestó er rosalega gott með brauði, kjúkling og pasta.. ég ætla klárlega að nota afganginn af pestóinu til að gera pestó kjúklingarétt eða pastarétt á morgun.

Uppskrift:

2 búnt basilika (ca 60 gr)
2-3 hvítlaugsrif
1/3 bolli tættur parmesanostur
1/2 bolli kasjúhnetur
3 msk ólífuolía ( má setja meira ef ykkur finnst það þurrt)
salt og pipar eftir smekk
Aðferð:

Hvítlaukurinn smátt saxaður


Basikilan, hvítlaukur og olía látin Pulsa nokkrum sinnum á matvinnsluvélinniParmesan, hnetum, satli og pipar blandað við og...


                                       VOLLA.. þetta tók kannski 10-15 minutur að útbúa:)


Ummæli