RiceKrispies kaka með oreo og jarðaberjum

Ein uppáhalds kakan mín er ricekrispies kaka með bananarjóma og karamellu og vildi ég prófa að gera svipaða köku í öðrum búning og kom hún bara mjög vel út! - líka mjög fljótlegt að gera hana



300 gr súkkulaði
4 msk síróp
50 gr smjör
4-5 bollar ricekrispies
lítill peli rjómi
i pakki oreo (4x4)
Ein askja jarðaber fersk eða frosin

Aðferð:

Bræðið súkkulaði, síróp og smjör við vægan hita í potti



blandið svo oreo og ricekrispies samanvið ca. 3/4

Ég notaði matvinnsluvél fyrir oreoið, það er líka hægt að nota blender eða milja það í poka

Setjið bara 1 bolla í einu af ricekrispies og blandið þar til súkkulaði þekur allt, ég gerði smá mistök og setti aðeins of mikið af ricekrispies í þessa. Þegar allt er blandað saman þá er það þjappað vel í form og sett í fristi.

Jarðaberin maukaði ég í blender og blandaði svo varlega við þeyttan rjómann og oreokurl (Skiljið smá eftir til að setja ofaná)



Rjóminn settur á  og skreytt að vild.. ég notaði restina af oreokexinu og setti smá nutella sem ég átti on top



Mæli með þessari :)



Endilega like-ið síðuna mína á Facebook til að sjá það nýjasta hverju sinni:    www.facebook.com/gigjas












Ummæli