Ostafyllt hvítlauksbrauð

Rakst á þessa hugmynd á einhverri amerískri síðu, það var engin uppskrift svo ég gerði mína eigin og hún kom bara rosa vel út. 

                             Varúð ekki fyrir fólk í megrun .. ;)

Innihald:
Brauð
6-8  msk Olía
4-5 hvítlauksrif 
Hálfur Laukur
Ostur




Aðferð:

Ofninn hitaður við 180 gráður blástur


6-8 msk Olía,  laukur og hvítlaukur smátt skorinn og léttsteiktur í olíunni


Brauðið skorið niður, ekki alveg í botninn


Laukblöndunni er hellt yfir og gott er að nota olíu pensil til að pensla vel ofaní allar holurar. Þar næst er ostinum troðið á milli.

Inní ofn í ca 15 mín eða þar til  osturinn er alveg bráðnaður.






Þettta er alveg ofur djúsí og gott.. !! 

Endilega like-ið síðuna mína á facebook ef þið viljið sjá hvað er nýtt hverju sinni. www.facebook.com/gigjas






Ummæli