Party MexicoSúpa

Þessi súpa er í miklu uppáhaldi hjá mér.  Ég hef gert hana fyrir nokkur "party". Uppskriftin er stór og hentar vel í afmæli, saumaklúbba eða bara fyrir stóra fjölskyldu. Svo er auðvitað hægt að stækka hana og minka. Uppskriftin dugir fyrir 8-10 manns.
Grunn uppskriftina fékk ég á síðunni hennar Evu laufey og breytti henni örlítið og stækkaði.



Uppskrift:

6 kjúklingabringur smátt skornar
Hunts chilli tómatsósa
Stór dós mashed tómatar
1 peli rjómi
1 dós philadelphia rjómaostur
1 gæn paprika
1 rauð paprika
2 laukar
1 púrrulaukur
olía
2 msk karrý
Cayenna pipar eftir smekk (ég vil hafa mikið af honum, ef hún er væmin má alltaf bæta við) 
5  hvítlauksgeirar
3 til 3 og hálfur lítri vatn

Aðferð: Skref eitt að eiga eða fá í láni mjög stóran pott

1. Mér finnst súpan best ef byrjað er að laga hana uppúr hádegi ef það á að bera hana fram um kvöldið. Ég byrja þá að skera allt grænmetið niður og léttsteikja á pönnu með olíu. 




 2.Vatnið er sett í pott og grænmetinu, chilli tómatsósunni, tómötunum, karrý og kryddi blandað við. Þessu leyft a sjóða saman í nokkrar mínútur og svo er fínt að lækka niður hitann (ég var með súpuna á 2 þangað til klukkutima fyrir mat)

3. Klukkutma fyrir mat  er rjómaost og rjóma blandað við, kjújlingurinn steiktur á pönnu og settur í súpuna. Nú má hækka hitann á súpunni og leyfa henni að malla. 

Súpan er svo borin fram með osti, nachos og sýrðum rjóma !! Nammi! 


Njótið :) 


Endilega like-ið síðuna mína á Facebook til að sjá það nýjasta hverju sinni:    https://www.facebook.com/gigjas




Ummæli