Satay kjúklingaréttur með allskonar gummsi

Þessi réttur er Topp ! Fékk hann fyrst hjá vinkonu minni um daginn.  Rétturinn vakti mikla lukku á mínu heimili og fékk hann 9,5 í einkunn á hollusturéttaskalanum.

Satay fyrir 2:

2 kjúklingabringur
3 dl af kúskús (Blandað á móti 2 dl af vatni i potti, hægt að skoða pakkningu)
Hálfur poki spínat
Fetaostur
Rauðlaukur
Kasjúhnetur
Satay hnetusósa (notaði hálfa stóra, það var ekki til lítil dós)

Meðlæti: Ég var með hvítlauksbrauð, alls ekki möst þar sem rétturinn er mjög matarmikill.
Aðferð: Tók 15 mín max að útbúa. 


                                                     
1.Kjúklingurinn steikur á pönnu og satay sósunni svo blandað við
2. kúskús eldað eins og stendur á pakkningu
3. Rauðlaukur skorinn niður
4. Öllu raðað fallega á diskinn                   Spínat- Kúskús- Kjúklingur- Fetaostur- Rauðlaukur- Hnetur !!                          

-Ef þið viljið fylgjast með því hvað er nýtt hverju sinni á blogginu geti þið like-að síðuna mína á facebook: http://www.facebook.com/gigjasUmmæli