Hnetusmjörs og Döðlu trufflur

Þetta er of gott til að vera satt, hollustu konfekt sem bragðast alveg eins og reese's penutbutter nammi! Sá þessa uppskrift á síðu og varð bara að prófa.. 



16 mjúkar döðlur ( ég nota heima döðlur og tek úr þeim steininn, þær eru EXTRA djúsi.. mæli með þeim fást í bónus td).
1 msk gróft hnetusmjör
150 gr súkkulaði
1 tsk kókosolía

Gerir ca. 16-18 kúlur


Aðferð: döðlur og hnetusmjör maukað í matvinnsluvélinni, rúllað í kúlur og inní fristi.

Á meðan er súkkulaði og kókosolía brætt saman við vægan hita og kúlunum svo vellt uppúr. kúlurnar eru bestar kaldar beint úr ískápnum :) 











Vollaa.. ekki flóknara er það :) Kúlurnar voru í ískáp hjá mer yfir nótt og ég er ekki frá því að þær eru betri í dag en í gær. .




Ummæli