Vildi deila með ykkur snilldar hugmynd.. að setja restina af smoothie-inu í íspinnabox og inní frysti, mjög gott og hollt kvöldsnarl sem drepur alla sykurlöngun.. :) Ég reyni að fá mér smoothie á hverjum morgni og það er yfirleitt rest í allavega einn ís. Boxin keypti ég í IKEA.
Ég á alltaf inní frysti jarðaber, bláber, ananas og banana. Lúka af jarðaberjum, ananas, nokkur bláber, banani, vatn, og chia fræ er mjög góður og frískandi smoothie og passar vel í ísinn :)
Ummæli
Skrifa ummæli