Creamy RitzKex kjúklingur
Uppskrift fyrir 4 ( við erum bara 2 og ég hitaði restina upp daginn eftir og það var alls ekki síðra) 

Hitið ofninn í 180.

4 kjúklingabringur
2 dósir sýrður rjómi 
1 og hálfur pakki kjúklingasúpa (bara duftið, ég notaði knorr)
hálfur rauðlaukur
1 tsk sítrónusafi
Salt og Pipar
3/4 pakki ritzkex
70 gr smjör

Aðferð:

Byrjið á því að steikja bringurnar á mínútugrilli,  einnig hægt að steikja þær á pönnu.


Sýrður rjómi, súpan, laukurinn, salt/pipar og sítrónusafinn hrærður saman. Blandan er sett yfir eldaðann kjúklinginn


Smjörið er brætt í potti og ritzkexið sett útí  smjörið 

Ritzkexið fer á toppinn og rétturinn 
fer inní ofn í 15-20 mín eða þar til kexið er orðið aðeins brúnleitt. Fínt að fylgjast vel með svo það brenni ekki. 


Verðið að prófa þennan :)
Facebook síða mín www.facebook.com/gigjas


Ummæli

Skrifa ummæli