Súkkulaði og saltkaramellu kexÞetta er hrikalega gott og fljótlegtÍ skrefum: 
Rúmlega hálfur poki ritz kex settur á plötu með bökunarpappír


100 gr smjör og 1 og hálfur bolli púðursykur sett í pott, passa að það brenni ekki við. Sykurblöndunni er svo dreft vel yfir kexið


Kexið og karamellan eru sett í ofninn í nokkrar mínútur á 200 blæstri eða þar til það koma loftbólur í karamelluna


Að lokum er 300 gr brætt súkkulaði smurt yfir kökurnar. Ég færði þar næst kökurnar inní ískáp á bökunarpappírnum. Þegar þetta er orðið hart þá er gott að nota hníf til að brjóta kökurnar niður. 


Kannski ekki fallegustu kökurnar en GÓÐAR eru þær ! Ummæli