Ekta Amerískir Cinnabon snúðar

Þessir cinnabon snúðar eru betri en þeir sem maður fær í USA... ég sverða..





Uppskrift:

ofninn hitaður í 180

Deig:
  • 1pk þurrger
  • ¾ bolli mjólk
  • ¼ bolli sykur
  • ¼ bolli volgt vatn
  • ½ tsk vanilludropar
  • 1 egg
  • 1 tsk salt
  • ¼ bolli brætt smjör
  • 3 og hálfur bolli hveiti
  • ¼ bolli smjör brætt (í lokinn)
Fyllingin:

125 gr lint smjör
1 og hálfur bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
2 msk kanill


Glassúr:

2 bollar flórsykur
2 og hálf msk brætt smjör
2 tappar vanilludropar
2 msk mjólk

Ég á séstaka mælieiningu frá bandaríkjunum sem heitir 1 cup. Ef þið eruð með venjulega bolla þá eru þetta ekki eins og expresso bollar heldur kakóbollar, svona í stærra lagi.


Í skrefum:

- Volgt vatn, sykur og þurrger sett í skál í nokkrar mín
- Egg, mjólk, bráðið smjör, salt og sykur sett í hrærivél  þar til það blandast vel saman
(setjið krókinn á hærivélina(hnoðarann))
- Þurrgersblandan er sett útí 
- 2 bollar af hveiti og hnoðað vel í hrærivélinni og svo restinni af hveitinu bætt við og látið hnoðast í ca 5 mínútúr
- Takið degið og gerið úr því kúlu, penslið með olíu, setjið í skál og plastfilmu yfir
-Degið er nú látið tvöfaldast í ca 1 og hálfan tíma


-Þegar deigið er tilbúð er hveiti sett á borðið og deigið ofaná
- notið puttana til að gera deigið ferhyrnt að fletjið það síðan út
- smjörið er borið á 
- sykur, púðusykur og kanill er svo stráð jafnt og þétt yfir allt deigið
-Rúllað upp
-Skorið í bita

Ég notaði muffinsform fyrir snúðana, mér finnst það rosalega skemmtileg hugmynd. Ég klippti bökunarppír í litla ferhyrninga og setti snúðana ofaní. 

Þegar allir snúðarnir eru komnir ofaní eru þeir penslaðir með smjöri og settir inní ofn á 180 í 20-25 mínútur. Þegar snúðarnir komu út úr ofninum þá stóðu þeir frekar mikið upp í loftið en það er ekkert mál að íta aðeins ofaná þá til að laga.

-Innihald glassúrsins er allt sett í skál og borið á þegar snúðarnir eru búnir að standa í nokkrar mínútur.



Maður reddar sér..





Á leið í ofninn




Bara setjá NÓG af glassúr... m m mmmm












Borðist VOLGIR og NJÓTIÐ.. þið verðið ekki fyrir vonbrigðum






Ummæli