Pönnusteiktir kókos bananar með nutella

Oh Lord.. Sá þetta á pinterest og varð að prófa.. Aðeins of gott - og fljótlegt
Ég gerði bara 1 banana og sá strax eftir að hafa ekki gert tvo.. Nutella er ekkert möst en það gerir þetta aðeins óhollara... og betra !



1 msk kókosolía ( ég nota frá sollu) sett á pönnu á frekar miklum hita


Bönununum skellt á pönnuna og kanil stráð á hvern og einn (ekki kanilsykur bara kanill) 


Þegar þeir eru orðnir aðeins brúnir er fínt að snúa þeim við og setja smá kanil. ekki flóknara en það, tók kannski 5 min max.  Bananar, kókos og súkkulaði getur ekki klikkað.


Prófið þettaa ;) góða helgi ! 

Ummæli